Íbúðir
Hér er yfirlit yfir leiguíbúðir félagasamtaka, kaupleiguíbúðir, skammtímaleigu, endurhæfingaríbúðir og búsetu með stuðningi.
ÖBÍ og aðildarfélög þess
ÖBÍ og aðildarfélög þess
Einhver aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands veita styrki til tiltekinna málefna, til dæmis vegna náms, rannsókna og ferðalaga. Oftast eru styrkirnir aðeins til félagsmanna þessara félgasamtaka.
Blindrafélagið
Í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 eru um 20 leiguíbúðir sem leigðar eru út til félagsmanna í langtímaleigu. Auk þess eru tvær gestaíbúðir og eitt gestaherbergi leigð út til skamms tíma í senn til félagsmanna og aðstandenda þeirra. Sjá nánar á vefsíðu Blindrafélagsins
Brynja hússjóður Öryrkjabandalags Íslands
Á vefsíðu Brynju kemur fram að hlutverk hans er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Sjóðurinn kaupir og byggir leiguíbúðir. Brynja á ríflega 800 íbúðir sem nær eingöngu eru ætlaðar þeim sem hafa 75% örorkumat.
Nánar á vefsíðu Brynju
SEM Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra
Markmið SEM samtakanna eru að byggja og reka félagslegt íbúðarhúsnæði sem taki tillit til sérþarfa hreyfihamlaðra, handa félögum SEM. Einnig að safna, taka við og ráðstafa fé til byggingar og reksturs félagslegra íbúða, sameignar íbúðarhúsa, nauðsynlegrar aðstoðar við íbúana eða annarra skyldrar þjónustustarfsemi.
SEM samtökin hafa innréttað herbergi í húsi félagsins sem þau leigja til félagsmanna og aðstandenda þeirra í skammtímaleigu. Leigutíminn er frá einum sólarhring til viku í senn. Herbergið er innréttað með það í huga að nægt pláss sé fyrir hjólastólanotendur. Í herberginu er eitt rúm af stærðinni 140×200 cm, sturta og salerni sem er hannað með hjólastólanotendur í huga. Engin hjálpartæki fylgja en hægt er að hafa samband ef þörf er á lyftara. Herbergið er kjörið fyrir aðstandendur sem ferðast utan að landi til að heimsækja félagsmenn. Vinir og vandamenn geta einnig fengið herbergið leigt í gegnum félagsmenn samkvæmt reglum. Hægt er að panta herbergið eða fá frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurn á netfangið herbergi(hja)sem.is
Þá eiga samtökin orlofsíbúð á Akureyri sem þau leigja út til félagsmanna – sjá orlofsíbúð .
Nánar á vefsíðu SEM samtakanna
Félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélaga
Mörg sveitarfélög eiga félagslegt leiguhúsnæði og/eða þjónustuíbúðir. Nánar um félagslegt húsnæði
Þjálfunaríbúð Grensásdeildar
Endurhæfingaríbúðir/þjálfunaríbúðir
Búseti
Með búseturétti hjá Búseta lágmarkar íbúi fjárbindingu sína í fasteign og kaupir búseturétt sem tryggir honum öryggi til búsetu eins lengi og honum hugnast og fær þjónustu er tengist viðhaldi fasteignar. Ekki er hægt að segja viðkomandi upp húsnæðinu svo framarlega sem staðið er í skilum með mánaðarlegt gjald og íbúi hlýtur reglum félagsins. Nánar á vefsíðu Búseta
