Aðgengilegir ferðamannastaðir
Jarðböðin við Mývatn
Special tours
Special tours fer frá Reykjavík með bátnum Andreu. Aðgengið er að sögn starfsmanns ekki mjög gott en þeir geta aðstoðað og borið hjólastólanotendur ef þess er óskað.
Láki Tours
Að sögn starfsmanns Láki Tours er gerlegt á veturna (fram í miðjan apríl) að fara í hjólastól, þegar þau fara frá Grundarfirði. En á sumrin er farið frá Ólafsvík og þá er aðgengið að bátnum slæmt.
Norðursigling
Að sögn starfsmanns Norðursiglingar eru næstum því öll skip hjá þeim aðgengileg en það er best á Garðari og Náttfara. Panta þarf tímanlega og hringja svo rétt áður og biðja um að fara á eitt af stærstu skipunum (þau eru aðgengilegust). Lagt er af stað frá Húsavík.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér
