Landsfundur Sjálfsbjargar lsh. fór fram dagana 25. – 26. apríl síðastliðinn. Á fyrri deginum var ný stefna kynnt og samþykkt, en samtökin unnu að henni frá síðasta landsfundi. Á seinni deginum voru ný heildarlög Sjálfsbjargar lsh. samþykkt og tóku þau þegar gildi. Afgreidd var ályktun um hjálpartæki og nýtt fólk var kjörið í stjórn. Í stjórn landsambandsins var kosið um embætti varaformanns og ritara, Jón Heiðar Jónsson var í framboði til varaformanns og Helga Magnúsdóttir var í framboði til ritara og voru þau sjálfkjörin.
Nýja stjórn Sjálfsbjargar lsh. 2025 skipa:
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður – Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
Jón Heiðar Jónsson, varaformaður – Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni
Grétar Pétur Geirsson, gjaldkeri – Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
Helga Magnúsdóttir, ritari – Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
Guðni Sigmundsson, meðstjórnandi – Sjálfsbjörg Mið-austurlandi
Linda Egilsdóttir, varamaður – Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni
María Jónsdóttir, varamaður – Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu










