Afslættir fyrir öryrkja

Á heimasíðu ÖBÍ – réttindasamtaka er að finna upplýsingar um afslætti og sérkjör fyrir öryrkja
Frítt fyrir aðstoðarmenn
Hjá sumum fyrirtækjum er boðið upp á frían aðgang fyrir aðstoðarfólk hreyfihamlaðra, eða einungis er greitt fyrir annan aðilann. Fyrirtæki sem bjóða upp á það eru:
Sky Lagoon – nauðsynlegt er að hafa samband og biðja starfsmann um að bæta aðstoðarmanni við bókunina til þess að ekki þurfi að greiða fyrir aðstoðarmann.
Jarðböðin við Mývatn hafa verið að bjóða aðstoðarmönnum frítt ef þeir koma með hreyfihömluðum gesti.
Réttindagæsla og persónulegir talsmenn
Fatlaður einstaklingur sem á vegna fötlunar sinnar erfitt með að gæta hagsmuna sinna skal eiga rétt á persónulegum talsmanni. Fatlaður einstaklingur velur sér talsmann í samráði við sýslumann. Hægt er að lesa nánar um persónulega talsmenn á Ísland.is.
Verkefni réttindagæslunnar eru nú komin undir einkaaðila og hægt er að komast í samband við þá aðila í gegnum síma og tölvupóst sem má fá upplýsingar um á Ísland.is.
Sundkort fyrir einstaklinga á örorku- og endurhæfingalífeyri
Einstaklingar sem þiggja örorkubætur geta fengið frítt í sund einu sinni á dag hjá Reykjavíkurborg gegn framvísun örokuskírteinis eða staðfestingu á endurhæfingalífeyri.
Skíðasvæðin bjóða einnig upp á frí kort fyrir þá sem framvísa örorkuskírteini og hægt er að sækja um það á vefnum.
Frítt er í sund fyrir einstaklinga með örorkuskírteini í sundlaugum Hafnafjarðarbæjar. Í Ásvallalaug er sérklefi fyrir einstaklinga með fötlun.
