Hagnýt ráð fyrir hreyfihamlaða foreldra
Hugmyndir af lausnum fyrir hreyfihamlaða foreldra
Hér eru upplýsingar fyrir hreyfihamlaða foreldra um vörur sem gætu gagnast við umönnun barnsins. Hafa ber í huga að nýjar vörur eru sífellt að koma fram og fleiri verslanir gætu verið að bjóða svipaðar vörur í einhverjum tilfelllum. Þá er unnt að finna urmull af erlendum fyrirtækjum sem eru að selja samsvarandi vörur og er alltaf að verða auðveldara að panta og fá vöruna send til landsins.
Baðsæti
Baðsæti fyrir yngstu börnin er sniðug lausn fyrir hreyfihamlaða foreldra. Baðsæti tryggir öryggi barnsins og auðveldar böðun.
Barnabílstólar
Til eru barnabílstólar sem hægt er að festa á kerru og geta hentað hreyfihömluðum foreldrum sem eiga erfitt með að halda á barninu í barnabílstólnum út í bíl vegna jafnvægisleysis og/eða kraftleysis.
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um barnabílstóla sem festa má á kerru (maí 2016).
Einnig eru til barnabílstólar sem hægt er að snúa á hlið til að auðvelda manni bæði við að setja barnið í stólinn og losa það úr honum. Stóllinn er af gerðinni Britax Dualfix og fæst í Ólavía og Oliver og Bílanaust.
Beisli
Hreyfihamlaðir foreldrar eiga oft ekki létt með að hlaupa á eftir barni er tekur sprettinn. Því geta einföld beisli hentað hreyfihömluðum foreldrum vel, sérstaklega þeim sem eru hræddir um að barnið hlaupi frá sér og hafa ekki getuna til að hlaupa á eftir barninu. Með beisli er hægt að tryggja öryggi barnsins þegar farið er út.
Brjóstagjafapúðar
Nauðsynlegt er að hafa góðan stuðning undir handleggi þegar barni er gefið brjóst.
Bara púði er stuðningspúði sem hægt er að nota sem brjóstagjafapúða. Púðinn hentar einnig sem stuðningur fyrir fólk sem notar hjólastól. Púðinn er hannaður af iðjuþjálfa. Hjólastólanotendur geta sótt um styrk til kaupa á púðanum til Hjálpartækjamiðstöðvar.
Rimlarúm fyrir börn
Hægt er að fá nokkrar gerðir af rimlarúmum fyrir börn sem geta hentað vel fyrir hreyfihamlaða foreldra.
- Rafstýrð hæðarstillanleg rimlarúm með harmonikkuhurð
Skiptiborð og dýnur
Til eru skiptiborð og skiptidýnur sem geta hentað hreyfihömluðum foreldrum svo sem borð sem festast á vegg og dýnur sem hægt er að leggja á rúm eða borð með eða án kanta.
Úlnliðsband
Úlnliðsband hentar vel fyrir hreyfihamlaða foreldra, til að tryggja öryggi barna sinna, t.d. í margmenni eða á ferðalögum eða einfaldlega þegar verið er úti í göngutúr til að koma í veg fyrir að barn geti hlaupið frá þeim.
Vagga á hjólum
Fyrir hreyfihamlaða foreldra með skert jafnvægi eða þá sem eru kraftlausir og treysta sér ekki til að halda á litlu barni um íbúðina getur verið gott að hafa vöggu á hjólum og geta keyrt vögguna á milli staða í íbúðinni.
Samtök og stofnanir sem veita ráðgjöf
Hér að neðan má finna upplýsingar um stofnanir sem geta veitt foreldrum með hreyfihömlun ráðgjöf og stuðning til að geta sinnt hlutverki sínu sem best og veita einnig foreldrum hreyfihamlaðra barna ráðgjöf.
Sjónarhóll
Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra og aðstandendur fatlaðra og langveikra barna. Sjónarhóll var stofnað þegar ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, sameinuðu krafta sína til að geta mætt þörf foreldra fyrir stuðning og ráðgjöf.
Erlendar vefsíður með hagnýttum fróðleik
Erlendar vefsíður
Mörg samtök fatlaðra foreldra erlendis halda úti vefsíðum þar sem fólk deilir reynslu sinni og gefur góð ráð. Á þessum síðum er oft hægt að finna ýmsar tæknilegar lausnir eða lausnir varðandi sérsmíði á barnahúsgögnum eða öðrum barnavörum og hver selur vörurnar.
Samtökin Disability, Pregnancy & Parenthood International
DPPI eða Disability, Pregnancy & Parenthood International eru samtök sem starfrækt eru í Bretlandi. Þau eru ætluð til stuðnings fötluðum foreldrum, á meðgöngunni og eftir að barnið er fætt. Auk þess að fræða fagfólk sem vinnur með fötluðu fólki, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk og félagsráðgjafa.
Disabled parents network
DPN eða Disabled Parents Network eru alþjóðleg samtök. Markmið þeirra er að veita upplýsingar, vera ráðgefandi og styðjandi við fatlaða foreldra og fjölskyldur þeirra. Samtökin hafa þá sýn að fatlað fólk eigi líkt og aðrir að geta orðið foreldrar og upplifað fjölskyldulíf.
Directgov
Directgov eru með upplýsingar um opinbera þjónustu í Bretlandi, meðal annars fyrir fatlaða foreldra sem og fatlaða einstaklinga sem eru verðandi foreldrar. Getur gefið okkur alls konar hugmyndir. Sjá hér um Directgov
The National Center for Parents with Disabilities
Þetta eru Amerísk samtök sem styðja við fatlaða foreldra og halda úti vefsíðu með margvíslegum fróðleik um málefnið. Sjáið vefsíðuna.
10 frábærir hlutir fyrir fatlaða foreldra
10 Amazing Products for Parents with Disability. Þetta er skemmtileg samantekt sem tiltekur 10 frábæra hluti sem komam sér vel fyrir fatlaða foreldra. Lýsir vörunum og tiltekur seljendur. Sjáið vefsíðuna.
Rica
Rica eru samtök sem meðal annars gera rannsóknir og veita upplýsingar og gefa ráð um barnavörur til fatlaðra foreldra.
Samlíf
Hjálpartæki ástarlífsins
Á vefsíðunni Intimate Rider má finna upplýsingar um hjálpartæki sem auðvelda hreyfihömluðu fólki að stunda kynlíf.
Nokkrar verslanir selja hjálpartæki ástarlífsins hérlendis, t.d. Adam og Eva, meyjan.is, blush.is og tantra.is
Vefsíður
- Vefsíðan Outsiders er með ýmsar upplýsingar fyrir fatlað fólk. Þar má einnig finna vefbæklinga varðandi kynlíf og fatlað fólk.
- Dr. Mitchell Tepper er kynheilbrigðisfræðingur og er sjálfur í hjólastól. Hann veitir fólki ýmsar upplýsingar varðandi aðgengilegt kynlíf.
- Enhance the Uk vinnur að hugarfarsbreytingu í samfélaginu, hér má sjá herferð þeirra The Undressing Disability Campaign
- Handicap this, Mike Berkson talar hér um kynlíf og fötlun.
Myndbönd
- Ráðleggingar fyrir karlmenn í hjólastól
- Ráðleggingar fyrir konur í hjólastól
- Viðtal við Cheryl Cohen Greene, sem aðstoðar fólk við kynlíf (sex surrogate) (ath. ekki er boðið uppá slíkt á Íslandi)
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér
